26.08.1915
Neðri deild: 43. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í B-deild Alþingistíðinda. (1905)

91. mál, Þjóðskjalasafn Íslands

Guðm. Hannesson:

Jeg hefi ritað undir nál. með fyrirvara. Jeg er samdóma þeim mönnum, er álíta, að landsskjalaverði beri að sýna einhvern sóma, og að sanngjarnt sje, að veita honum persónulega launaviðbót. Þetta tel jeg í raun og veru nægilegt, ekki síst er milliþinganefnd starfar að því, að athuga alt launamálið. Jeg gjöri þó ráð fyrir, að alt komi í sama stað niður, því nefndin setur tæplega laun svo virðulegs embættismanns öllu lægri en 3000 kr. Má þá á sama standa, hvort frumvarpið er samþykt eða persónuleg launaviðbót.