03.09.1915
Neðri deild: 50. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í B-deild Alþingistíðinda. (1936)

3. mál, kosningar til Alþingis

Bjarni Jónsson:

Jeg stend að eina upp til að lýsa yfir því, að jeg tel meiri hluta nefndarinnar hafa rjett fyrir sjer um það, að stjórnarskipunarlögin segi til um það, hve nær kosning landskjörnu þingmannanna eigi að fara fram, sem sje á undan kosningu þjóðkjörinna þm:

Jeg felst og fyllilega á það með nefndinni, að það sje alveg ótækt að hafa kosningu þeirra þingmanna, sem kjósa á hlutbundnum kosningum, í marsmánuði, vegna þess, að þá mundu bændur engu fá ráðið um kosninguna, heldur bæja- og kaupstaðabúar. Því að þó allir sem í kaupstöðum búa, geti sótt kjörfund, þá geta verið svo ill veður í sveitum, að menn komist ekki frá heimilum sínum. Allir vita að í marsmánuði geisa hjer oft stór veður, og það tilviljun, að sú eina kosning, sem höfð hefir verið í marsmánuði, heppnaðist vel, enda skall hurð nærri hælum, því um kvöldið var komið kafald.

Um það, hver tími sje heppilegastur til að hafa kosningar á, skal jeg fyrir mitt leyti benda á., að 3. júlí mun vera vel til þess fallinn fyrir margra hluta sakir. Túnasláttur er þá ekki byrjaður, og þurfa menn þá ekki að tefja sig frá honum; auk þess geta veður aldrei hamlað ferðum manna þá. Hitt, að hafa kjördaginn seint í september, gæti komið sjer illa, vegna þess, hve það er nálægt göngunum, en 10. sept., mundi vera góður, eða öllu heldur 9, sept. sem er laugardagur. Þá er slætti að mestu lokið og kjósendur heima, svo þeir geta sótt kjörfund, allir nema sjómenn, en þeir geta kosið þar, sem þeir eru stadd- ir. Það mætti samþykkja brtt. háttv. meiri hl. nú, og breyta svo deginum við 3. umræðu.

Þá vildi jeg minnast örfáum orðum á till, háttv. 1. þm. Árn. (S. S.), um að láta hlutbundnu kosningarnar og almennu kosningarnar fara fram sama daginn. Færði hann þá ástæðu til þess, að láta þær vera sama dag, að kjósendur mættu ekki eyða tveimur dögum til þeirra. Jeg hefi áður sagt, að slík tilhögun mundi fara í bág við stjórnarskrána, en auk þess er margt annað, sem mælir á móti því, að þær fari fram sama daginn. Við þekkjum allir þá ágætu stofnun, sem nefnist flokkaskiftingin í landinu. Flokkarnir hafa misjafnlega góðum mönnum á að skipa, en vanalega mundu þeir velja menn af betri endanum í landskjörið. Það væri þá ilt fyrir flokkana, að geta ekki kom- ið þeim þingmannsefnum, sem út undan verða við landskjörið, að í kjördæmunum. Þetta gæti orðið til þess, að mörg bestu þingmannsefnin, og reyndir og góðir þingmenn, yrðu útilokaðir frá að

eiga sæti á þingi. Teldi jeg þá illa farið. Vil jeg því hvetja menn til að fylgja háttv. meiri hluta nefndarinnar að málum.