03.09.1915
Neðri deild: 50. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1119 í B-deild Alþingistíðinda. (1939)

3. mál, kosningar til Alþingis

Sigurður Eggerz:

Jeg kannast við það, að hæstv. ráðherra (E. A.) hefir nokkuð til síns máls um það, að því lengur sem landskjörið er dregið, því lengri dráttur verður á því, að hægt sje, ef á lægi, að ná saman fullskipuðu aukaþingi, því vitanlega eru þeir konungkjörnu úr sögunni, jafnskjótt og stjórnarskráin er. komin í gildi. En það munar að eins 3–4 mánuðum, hvort landskjörið fer fram í mars eða í júnímánuði en hins vegar mundu örfáir til sveitanna sækja landskjör í marsmánuði, því ,þá getur verð allra veðra von. Jeg hallast því fyrir mitt leyti að brtt: nefndarinnar, um að landakjörið fari fram í júnímánuði, eða ef til vill seinna, ef því er að skifta. En sýnt er, að jafnskjótt og þeir landskjörnu eru kosnir, þá má kalla þingið saman, enda þótt kosningarnar almennu hafi ekki farið fram, því þingmenn með núgildandi umboðum gætu mætt á því þingi, ef mjög brýn nauðsyn yrði á að kalla það saman.

Annars stóð jeg aðallega upp til að mótmæla því, að landskjörið og almennar kosningar færu fram samtímis. Og þetta er ekki eingöngu vegna hinna pólitísku flokka, heldur vegna landsmanna allra. Það er þeim best, að hafa sem bestum mönnum á að skipa við landskjörið. En fari þessar kosningar fram samtímis, þá getur vel hugsast, að flokkarnir vilji ekki hætta sínum bestu mönnum við landskjör af ótta fyrir því, að þeir falli og komist ekki á þing. Aftur á móti geta þessir menn verið vissir í ákveðnu kjördæmi. Þetta gæti því leitt til þess, að við landskjörið væru boðnir fram þeir menn, er síður væru til þess fallnir. Og það verð jeg að telja illa farið. Auk þess er það sýnilegt, að það er tilætlun stjórnarskrárinnar, að kosningar fari ekki fram samtímis, enda væri það, eins og sýnt hefir verið fram á, afaróheppilegt.