06.09.1915
Neðri deild: 52. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1126 í B-deild Alþingistíðinda. (1946)

3. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. meiri hl. (Jón Magnússon):

Að eins fáein orð: Við höfum komið fram með eina brtt. við 1. málsgr. ákvæða um stundarsakir. Við teljum heppilegra, að hafa laugardag sem kosningardag en nokkurn annan dag, og því förum við fram á, að breyta þessu svo, að í staðinn fyrir 3. júlí 1916 komi 1. júlí 1916, og í staðinn fyrir 18. sept. 1916 komi 9. sept. 1916. Báðir þessir dagar, bæði 1. júlí og 9. sept. bera upp á laugardaga.

Jeg býst við því, að hæstv. forseti geti skoðað það sem »Redaktions«-breytingu, að 3. málsgr. falli burt úr ákvæðum um stundarsakir.