09.09.1915
Neðri deild: 55. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1131 í B-deild Alþingistíðinda. (1956)

92. mál, fasteignamat

Framsögum. (Sveinn Björnsson.):

Nefndin, sem haft hefir þetta mál til meðferðar, hefir komið fram með 2. brtt. Það er ákveðið svo í fyrstu grein frumvarpsins, að lýsa skuli nákvæmlega hverri fasteign. Það var vakin eftirtekt á því í nefndinni; að þessi lýsing gæti orðið erfið, ef enginn undirbúningur væri hafður áður, og því berum við fram þessa brtt., um að hreppsnefndir og bæjarstjórnir skuli afla skýrslna um málið. Það getur ekki verið vafi á því, að þetta er til mikilla

bóta, því matið hlýtur með þessu móti að verða miklu gleggra.

Hin brtt., sem við komum með, er ekki annað en orðabreyting; okkur þykir meira samræmi í að nefna bókina fasteignabók en jarðabók; svo sem frv. hefir verið breytt.