10.07.1915
Efri deild: 3. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í B-deild Alþingistíðinda. (196)

53. mál, Stýrimannaskólinn í Reykjavík

Ráðherra:

Jeg skal ekki fara mörgum orðum um þetta frv., enda verð jeg að játa, að mig brestur þekkingu til þess að dæma um innihald þess. Frv. er samið af sjerfræðingum, og er tilgangur þess, eftir því sem mjer skilst, að herða á kröfum um þekkingu þeirra manna, sem stjórna eiga hafskipum. Jeg býst við að háttvirt deild skipi nefnd til þess að íhuga málið, en að öðru leyti skal jeg ekki orðlengja frekar um það.