14.09.1915
Neðri deild: 60. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1133 í B-deild Alþingistíðinda. (1960)

92. mál, fasteignamat

Framsögum. (Sveinn Björnsson):

. Eins og segir í framhaldsnefndarálitinu á þgskj. 976, þá hafa verið gjörðar nokkrar breytingar á frumvarpinu í háttv. Ed. En nefndin telur engar þeirra svo vaxnar, að þær ættu að verða ágreiningsefni milli deildanna, og ræður til að samþykkja frumv. óbreytt. Breytingar þessar eru 6 að tölunni til, en 5 af þeim eru að eins orðabreytingar og prentvilluleiðrjettingar. Eina efnisbreytingin er 9. gr., sem nú er. Það er ný grein og hjer um bil samhljóða grein, sem feld var í þessari háttv. deild.

Það sem þessari háttv. deild gekk til að vilja fella burtu 8. gr. frv., sem þá var,þegar málið var til meðferðar hjer í deildinni, var það, að nefndin hjer áleit, að ekki ætti að standa neitt ákvæði í frumv. um annað en matið sjálft. En í 9. gr. er verið að hrófla við skattalöggjöfinni, að til ábúðarskatts skuli hverjar 150 kr. í matsverði jarða taldar eitt hundrað á landsvísu.

Nefndin telur þó breytinguna ekkert varhugaverða og ræður til að samþ. frumv. óbreytt.