25.08.1915
Neðri deild: 42. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1183 í B-deild Alþingistíðinda. (1978)

62. mál, stofun Brunabótafélags Íslands

Framsm. minni hl. (Sigurður Eggerz:

Mjer skildist svo á ræðu háttv. þm. Ak. (M. K.), að honum fyndist jeg tala af óstillingu í síðustu ræðu minni. Mig furðar á þeirri athugasemd, því að jeg býst við, að þó að leitað verði í gegn um allar ræður mínar í þessu máli, þá muni örðugt að finna hnútukastið. Á hinn bóginn þykist jeg vita, að ekki sje örgrant um það, að ýmsir hafi varpað hnútum að mjer. En vondur málstaður verður ekki betri, þó hnútum sje raðað í kringum hann, og góður málstaður deyr ekki, þó hnútur skelli á honum.

Háttv. þm. Ak. (M. g.) talaði um það, að svo gæti farið, ef stjórninni væri falið að fá sjerfróðan mann til að rannsaka þetta, að þá fengi hún sjer sennilega útlending, en hann yrði að sjálfsögðu bundinn af hagsmunum erlendra fjelaga. Rjett er þetta hjá hv. frsm. meiri hl., að erlendi maðurinn gæti verið hags- munabundinn, en fyrir þetta verður siglt með því, að fela innlendum manni rannsóknina. Við eigum ýmsa menn, sem eru fróðir um þessa hluti, og væru þeir ekki nógu fróðir um einhver atriði, gætu þeir kynt sjer málið betur.

Sami háttv. þm. (M. K.) talaði um það, að menn mættu ekki vera sofandi.

Jeg fæ ekki sjeð með hvaða rjetti hann talar um svefn, þó að jeg vilji vísa þessu og öðrum jafn mikilvægum málum til stjórnarinnar, til þess að þau sjeu athuguð gaumgæfilega. En hitt er með miklu meiri rjetti hægt að kalla andvaraleysi, að vilja afgreiða málið í flaustri og án allrar íhugunar.

Háttv. þm. Ak. (M. K.) talaði um, að mjer skjátlaðist viðvíkjandi ½% gjaldinu. Þetta er ekki rjett. Jeg hefi aldrei lýst því yfir, að ½% væri ákveðið í frumvarpinu, en jeg hefi að eins talað um tillögu þá, sem háttv. meiri hluti gjörir í nefndarálitinu um þetta atriði. Og jeg stend við það, að það væri ekki undir neinum kringumstæðum nein forsjá í því, að að setja gjaldið svo lágt, þó það kunni að hljóma vel í eyrum vátryggjanda, því fyrirsjáanlegt er, að brunatjón á landinu mundu nema meira en hjer um bil 40 þús. kr. á ári; að minsta kosti þarf ekki mikla stórbruna til þess.

Meiri hlutinn gjörir lítið úr því, að nokkrar verulegar breytingar sjeu í frumv. á lögunum frá 1907. En þetta er misskilningur; breytingin er gífurleg; því að lögin frá 1907 eru bygð á þeim grundvelli, að endurtrygging eigi að vera eða á þeim vísindalega viðurkenda vátryggingargrundvellíi en hjer er því slept burt. En hvernig ætli standi á því, að erlend fjelög heimta endurtryggingu, þar sem þau fá þó lægri iðgjöld fyrir bragðið? Ástæðan er sú, að þau treysta sjer ekki af eigin mætti, að taka áhættuna alla, af því hún er svo óútreiknanleg.

Háttv. þm. Ak. (M. K.) virtist vísa, sínu máli til stuðnings, til ummæla hv. 1. þm. (G.-K. (B. K.), en jeg hygg, að þau ummæli, sem hann viðhafði um málið, styðji skoðun minni hlutans, því jeg heyrði ekki betur en að geigur væri í honum við það, að fara þessa nýju óreyndu leiðir rannsóknarlaust, en hins vegar benti hann á þær leiðir, sem annarsstaðar væru farnar í heiminum. Annars er ekki svo að skilja, að þótt mjer þyki þetta varhugavert nú, að jeg kunni ekki að fallast á það, er ítarlegar rannsóknir hafa verð gjörðar, en áður en þær eru fengnar vil jeg ekki vera með þessu frumvarpi í þessari mynd, þó grundvallarhugsunin að koma málinu á innlendar hendur sje með öllu rjett.

Háttv. 1. þm. G.-K. (B. K.) mintist á, að skipavátryggingar væru eðlilegar, t. d. togaratryggingar. Jeg er háttv. þm. sammála um, að nauðsynlegt væri að taka enn fremur þessi atriði til íhugunar, því stórfje mun nú sem stendur vera gera greitt fyrir þessar tryggingar, en áhættan hins vegar ekki svo ýkja mikil.

Viðvíkjandi því, er háttv. þm. Ak. (M. K.) sagði, að Samábyrgðin hefði gefist vel, þá vil jeg minna hann á, að samábyrgðir hjer á landi hafa fylgt líkri grundvallarreglu og annarsstaðar á sjer stað í heiminum, þeirri reglu, að endurtryggja annars staðar.

Jeg vil svo ógjarnan taka oftar til máls. Jeg þykist hafa gjört skyldu mína, að benda á áhættuna, og ekkert annað hefir fyrir mjer vakað en að fara gætilega, en innilega er jeg sannfærður um, að málið á að komast á innlendar hendur; en betri er krókur en kelda; betra að byrja ári seinna með forsjálnina í stafni, heldur en að byrja strax og láta teningana ráða.