03.09.1915
Neðri deild: 50. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1195 í B-deild Alþingistíðinda. (2003)

123. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Þorl. Jónsson):

Jeg skal ekki tala langt mál. Þessu frumv. var vísað til fátækralaganefndar, og mælir nefndin öll með því, að það verði látið ganga fram. Eina nýja ákvæðið í frv. er það, að leggja megi aukaútsvar á þann atvinnurekstur, er afli er verkaður á skipum inni í landhelgi, en ekki í landi, Frumv. er borið fram af háttv. 2. þm. Eyf. (St. St.), enda er þessi atvinnurekstur óvíða, eða hvergi, nema á ýmsum veiðistöðum í hans kjördæmi; en þrátt fyrir það þykir nefndinni ástæða til að samþykkja það. Ef einhver háttv. þm. óskar frekari skýringa á málinu, þá mun háttv. 2. þm. Eyf. (St. St.) vera fús á að gefa þær.