11.09.1915
Neðri deild: 57. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1251 í B-deild Alþingistíðinda. (2025)

150. mál, bráðabirgðaverðhækkunartollur

Guðmundur Hannesson:

Þótt mikið hafi verið um þetta rætt, og að vísu óþarflega mikið, þá langar mig til þess að fara nokkrum orðum um það, að svo miklu leyti sem það tekur til sveitabænda.

Flestir hafa gengið að því sjálfsögðu, að í þessu ári væri hagur sveitabænda góður – ef ekki ágætur —, og gætu þeir því flestum fremur borið dýrtíðarskatt. Hverjar tekjur þeirra eru í raun og veru, hefir ekki verið tekið fram, og er það þó aðalatriðið í þessu máli. Þó taldi háttv. þm. Dal. (B. J.), að hreinar tekjur meðalbænda myndu nema um 3000 kr. þetta árið. (Bjarni Jónsson: Það hefi jeg aldrei sagt, heldur þriðjungs bænda). Jæja. Mjer og öðrum þm. heyrðist það, en það skiftir ekki miklu. En ef þetta væri rjett, þá gætu þeir ljettilega borið nokkurn aukaskatt.

Ef við gætum að því, hvað meðalbú

er stórt, samkvæmt síðustu landshagsskýrslum, þá er bústofninn þessi :

Kýr, mjólkandi, tæplega .

. . . 3

Ær með lömbum . . . .

. . . 67

Sauðir og hrútar . . . .

. . . 10

Gemlingar . . . . . .

. . . 27

Hross, alls, tæplega . . .

. . . 8

Tekjur slíks þús. má áætla þessar:

Ull á 4,40 kg. . . . .

kr.

450,00

Kjöt af 40 dilkum (1,00 kg.)

560,00

— — 22 fullorðnum . .

440,00

Gærur 62 . . . . . .

108,00

Slátur og mör (á 1,50) .

93,00

Mjólk úr 3 kúm (l. á 0,10)

660,00

3 kálfar . . . . . .

30,00

Karöflur (4 tunnur) . .

40,00

Rófur c. 2½ tn.) . . .

15,00

Eldiviður, um . . . .

75,00

½ hrossverð . . . . .

100,00

Alls

kr.

2671,00

Gjöld:

1 vinnumaður, fæði . .

kr.

365,00

1 vinnukona, fæði . . .

273, 75

Kaup hjúanna (250+100)

350,00

1½ kaupak. (fæði í 10 v.)

78,75

1½ kaupak., kaup . . .

150,00

Afgjald jarðar . . . .

150,00

Opinber gjöld . . . .

75,00

Vanhöld og aukakostn. .

100,00

Alls kr. 1542,50 Tekjur að frádr. kostnaði kr. 1128,50

Áætlun þessa hefi jeg borið undir tvo reynda bændur, og hafa þeir sagt, að hún muni vera nálægt rjettu lagi. Tekjur meðalbónda eru þá í þessu marg umtalaða gróða ári einar 11–1200 kr., ekki helmingurinn af því, sem háttv. þm. Dal. (B. J.) áætlaði. Þetta er alt og sumt. Meðalbóndinn ætti langsamlega að fá dýrtíðarhjálp eftir frumv., dýrtíðarhjálp, sem átti að styrkja alla, sem hafa 2000 kr. tekjur eða minna.

Þessi áætlun er eflaust svo nærri lagi, að sannleikurinn er því miður sá, að sveitaalþýða vor er fátæk og lifir víða við engu betri kjör en óbreyttir verkamenn í bæjum. Aðsóknin að bæjunum hjeldist ekki, ef fólkinu liði öllu betur í sveitunum. Þótt bæjafólkið hafi þungan skatt í húsaleigu og kolum, þá býr sveitafólkið víðast við lakari verslun, erfiðari samgöngur, og nýtur ekki þess mikla hagnaðar, að hafa mestan hluta ársins fisk, sem er miklu ódýrari en kjöt, jafnvel með því dýra verði, sem hefir verið á honum undanfarið. Ekki sleppur bóndinn betur en aðrir við verðhækkunina á útlendu vörunum. Hann verður þar öllu harðar úti. En tekjur bóndans eru auðvitað miklu minni en áætlunin sýnir, því að í henni er alt reiknað með háa verðinu, sem nú er í svipinn. Þó þær sjeu taldar nokkru hærra, vegna þess, að frekar sje lagt í vinnufólkshald en víða gjörist, þá munu þær að jafnaði svo litlu eða engu hærri en verkamannsins hjer, sem gjöra má að hafi 700–800 kr. á ári. Og eins og háttv. þm. Dal. (B. J.) tók fram, hafa undanfarin ár verið veltiár við sjóinn, en legið við hallæri í mörgum sveitahjeruðum.

Þegar bæirnir heimta nú hjálp af sveitabændum með sjálfskyldu, þá er sú krafa ástæðulítil. Þegar líkt hefir staðið á fyrir bændum eða lakar, þá hafa þeir í hæsta lagi fengið hallærislán. Bæirnir geta gjört kröfu til þessa og annars ekki, ef allir eiga að sitja við sömu kjör.

Þrátt fyrir þetta munu bændur ekki telja það eftir sjer, að gjöra nú nokkru betur við bæina en gjört hefir verið við þá sjálfa. Ef það yrði gjört, ættu bæjamenn að virða það og þakka. Jeg þykist viss um, að Húnvetningar að minsta kosti sjá ekki eftir svo lágu gjaldi, til þess að bæta úr tekjuhalla landssjóðs og þörfum fátæklinga í bæjunum, eins og farið er fram á í þessu frumv.; að minsta kosti hafa tveir bændur, er jeg hefi talað við, látið það í ljós, að þeir myndu ekki telja eftir svo lítinn skerf til landsbúsins.

Jeg verð að segja, að frumv, þetta er mikil bót frá fyrri frumv., er komið hafa fram, og furðar mig á því, að dýrtíðarnefndin skuli ekki hafa flutt það fyrir löngu. Þá hefði sparast mikið af óþarfa umræðum hjer á þinginu, og ekki síst sökum þess, að fyrir löngu hefir sama hugmyndin vakað fyrir fleirum þm. og verið rædd manna á milli. En þótt seint sje, þá er gott, að dýrtíðargjaldið er komið í ekki lakara horf en þetta, því að jeg verð að telja skatt þennan hóflegan og sanngjarnan eftir atvikum.

Við einstakar greinar frumv. hefi jeg fátt að athuga, enda hefir það fengið betri undirbúning en flest önnur frumv., sem komið hafa fram viðvíkjandi þessu máli.

Brtt. háttv. þm. G.-K. (B. K.) lít jeg líkt á og og háttv. flutnm. (P. J.). Jeg tel þær að sumu leyti óþarfar, en að öðru leyti mætti ná tilgangi þeirra öllu heppilegar á annan hátt en að hnýta þeim við þetta frumvarp.