11.09.1915
Neðri deild: 58. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1260 í B-deild Alþingistíðinda. (2029)

150. mál, bráðabirgðaverðhækkunartollur

Guðmundur Eggerz:

Jeg hafði hugsað mjer að bæta með brtt. úr því misrjetti, er kemur fram í þessu frumv. milli sjávarútvegs og landbúnaðar.

Eins og jeg sýndi fram á í gær, kemur gjaldið aðallega niður á sjávarútveginum.

Jeg veit, að sumir hjer í deildinni vissu til þess, að sanngjarnar brtt. átti að gjöra við frumv.

Þess vegna furðar mig á því, að 3. umræða um málið skuli nú fara fram einum 5 mínútum eftir 2. umræðu, því að með því eru menn útilokaðir frá því, að koma fram með nokkra breytingartillögu.