14.09.1915
Neðri deild: 60. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1294 í B-deild Alþingistíðinda. (2070)

159. mál, verslunarstaður að Höfn í Sléttuhreppi

Flutnm. (Skúli Thoroddsen) :

Jeg hefi ekkert um þetta frv. að segja, annað en það, sem stendur í símskeytinu til hæstv. ráðherra og prentað er sem fylgiskjal við frumv.

Mjer er kunnugt um, að fiskiskip leita oft inn til Hafnar á Hornströndum, því að þar er sæmilegt skipalagi. Nú vill síldveiðafjelag hafa þar stöðvar, og því er farið fram á að löggilda staðinn sem verslunarstað. Þarna hefir einnig verið sveitaverslun í 20 ár.

Jeg vona að háttv. deild gjöri sitt til að frumv. þetta geti orðið afgreitt sem lög frá þessu þingi.