12.07.1915
Neðri deild: 4. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1308 í B-deild Alþingistíðinda. (2084)

95. mál, stofnun Landsbanka

Sigurður Eggerz:

Jeg hafði ekki hugsað mjer, að blanda mjer inn í þessar umræður. Jeg vil að eina leyfa mjer að koma fram með þá uppástungu, að vísa málinu til nefndar þeirrar, sem skipuð var á laugardaginn í bankamálið. Jeg get ekki sjeð, að nokkur ástæða sje til að láta tvær nefndir fjalla um bankamálin, sjerstaklega þegar litið er til þess, að tveir bankafróðustu menn hjer í deildinni eiga sæti í bankanefndinni. Jeg á við þá háttv. 1. þm. G.-K. (B. K.) og háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.). Jeg sje heldur enga ástæðu til að taka þetta mál út af dagskrá. Mjer sýnist það einfaldast og eðlilegast að vísa því til þeirrar nefndar, sem áður er kosin til að athuga bankamál, og gjöri það hjer með að tillögu minni.