30.07.1915
Neðri deild: 20. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1381 í B-deild Alþingistíðinda. (2138)

24. mál, forkaupsréttur landssjóðs á jörðum

Framsm. (Guðm. Hannesson) :

Jeg ætla mjer ekki að þessu sinni að gjöra grein fyrir neinu verulegu hjer að lútandi, þar eð meiri hl. nefndarinnar hefir drepið á öll helsta atriði, er koma til greina. Það var vitanlega sjerstaklega 2. gr., sem alt strandaði á, vegna þess, að okkur fanst hún koma í bág við stjórnarskrána. En það verður erfitt að bjarga frumv. ef matið, sem þar er gjört ráð fyrir, fellur í burtu. Meiri hlutinn getur ekki mælt með frumv., og ræð jeg til þess að fella það.