06.08.1915
Neðri deild: 26. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1388 í B-deild Alþingistíðinda. (2149)

34. mál, stofnun kennaraembættis

Ráðherra:

Jeg tek brtt. upp. Jeg er ekki eins viss um það og háttv. þm. Dal. (B. J.), að takmarkinu verði náð, ef þessi brtt. verður ekki samþykt. Við þekkjum báðir þenna mann, Stefán Jónsson, sem er maður afburða-duglegur og samviskusamur. En hann þarf ekki að lifa á bónbjörgum; hann hefir góða stöðu, og ekki er víst, að hann verði til taks, ef stofnun stöðunnar verður slegið á frest, enda þarf hann ekki að vera vonbiðill, þótt hann nú vilji gefa landinu kost á að njóta hæfileika sinna.