26.07.1915
Neðri deild: 16. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1397 í B-deild Alþingistíðinda. (2163)

42. mál, Möðruvellir í Hörgárdal

Stefán Stefánsson:

Jeg álít það algjörlega andstætt gildandi lögum, að þingið fari að hlutast til um þetta mál. Skilyrðið fyrir sölu þjóðjarða er ómótmælanlega það, að sýslunefnd ljái samþykki sitt til sölunnar.

Eins og jeg hefi tekið fram, er það skoðun ýmsra, að verði húsmæðraskóli stofnaður fyrir Norðurland, og hann ætti að standa í sveit, að þá væri hann best settur á Möðruvöllum. Sama er og að segja um það, ef instu 4 eða 5 hrepparnir utan við Akureyri kæmu sjer sam. an um, að koma á fót unglingaskóla, þá væri hann þar tvímælalaust best settur.

Full sönnun þess, að hálflenduna verði að skoða sem framtíðarprestsetur, er það, að presturinn hefir tekið presta. kallalán, til þess að kaupa 1/8 íbúðarhúsið á Möðruvöllum. Þetta getur hver kynt sjer, sem annars hirðir nokkuð um það að vita. Af þessu leiðir það líka, að presturinn hefir tekið hálflenduna til ábúðar með því skilyrði, að hann yrði að sleppa henni, þegar brauðið væri veitt öðrum. Og þótt nú hafi presturinn að eins hálfa jörðina, þá getur vel farið svo, að næsti prestur verði svo mikill atorkumaður, að hann vildi fá hana alla til ábúðar. Þess má og geta, að jörðin er hentug til að gjöra tilraunir með grasbýli. Nú eru þar 1–3 bændur og þó lánaðar þaðan slægjur, svo að nemur hundruðum hesta árlega.