30.07.1915
Neðri deild: 20. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1399 í B-deild Alþingistíðinda. (2166)

42. mál, Möðruvellir í Hörgárdal

Frsm. (Guðm. Hannesson):

Það er þýðingarlaust, að ræða um þetta frekar. Nefndin er öll á einu máli um það, að ekki beri að selja slíka hálflendu, ekki síst er prestsetur er á jörðinni og prestakallalán tekið til húsabóta þar. Sýslumaður er heldur ekki samþykkur sölunni, að því er jeg veit, enda er og jörðin fallin til sundurskiftingar, ef vera skyldi.

Annars er, eins og jeg tók fram strax, ekki til neins að tala frekar um þetta. Nefndin hefir öll verið á einu máli um það, að hún geti ekki mælt með sölunni.