30.07.1915
Neðri deild: 20. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1402 í B-deild Alþingistíðinda. (2170)

42. mál, Möðruvellir í Hörgárdal

Pjetur Jónsson:

Mig langar til að gefa hjer orð i, þó að jeg búist við, að frumv. verði felt samkvæmt tillögu meiri hluta nefndarinnar. Mjer virðist að komið hafi í ljós, hjá sumum þeim, sem talað hafa í þessu, máli, talsverður misskilningur á anda þjóðjarðasölulaganna. Jeg vil segja, að andi stjórnarskrárinnar sjálfrar sje sá, að landssjóður haldi fast á fasteignum sínum, þar sem ákveðið er, að þeim skuli ekki fargað öðru vísi en með sjerstökum lögum. Mjer virðist ekki rjett það, sem háttv. þingm. Dal. (B. J.) hjelt fram, að hallað sje rjetti manna með því, að einstakar jarðir sjeu teknar út úr og neitað um sölu á þeim. (Bjarni Jónsson: Í samanburði við aðra). Þetta hlýtur svo að vera, úr því að um þjóðjarðasölu er að ræða. Um þjóðjarðasöluna hafa þau almennu lög verið sett, að heimila að farga þeim jörðum, sem engin eftirsjón er í að missa fyrir hið opinbera. Um þær, sem eftirsjón er í, er alls ekki að tala. Það getur enginn gjört sjer neinar fastar vonir um, að fá þær keyptar. (Bjarni Jónsson: Það er engin eftirsjón að þessari jörð). Þá kemur til þess, að hverjum jörðum er eftirsjón. Það eru þær jarðir, eftir 2. gr. þjóðjarðasölulaganna, sem viðkomandi sýslunefndir telja hæfar til opinberra þarfa, eða til sundurskiftingar í grasbýli. Ef ekki á að meta sýslunefndirnar að neinu í þessu efni, þá eru ekki lengur nein takmörk fyrir því, hvað selt er og hvað ekki, af fasteignum landsins. Og ef sýslunefndunum er ekki trúað til, að fara með þetta leiðbeiningarvald, þá á að taka það af þeim með lögum og koma því öðru vísi fyrir, en ekki að ónýta það, meðan það er í lögum. Það er andi þjóðjarðasölulaganna, að sem flestir búi á sjálfseign. En hina vegar er ekki mikill munur á því, hvort menn búa á sjálfseign eða opinberri eign, ef vel er með leiguliðana farið. Og þegar landssjóður er sjálfur landsdrottinn, þá er það honum í sjálfs vald sett, að fara vel með leiguliða sína. Þegar einstakir menn eiga jarðirnar, eða hafa umráð. yfir þeim, er hætt við að verr fari fyrir leiguliðunum. Jeg býst við, að okkur háttv. þingm. Dal. (B. J.) greini ekki á um þetta atriði. Háttv. þingm. Dal. (B. J.) gjörði lítið úr grasbýlishugmyndinni í þessu sambandi. En það er einmitt andi þjóðjarðasölulaganna að hlynna að sjálfsábúðinni, með því að setja takmörk fyrir því, að þær jarðir verði seldar, sem sjerstaklega eru hæfar til sundurskiftingar í grasbýli. Það var aðalatriðið í 2. greininni að koma því til leiðar, að hlífst væri við að selja slíkar jarðir, svo að þær síðar meir gætu komist í sjálfsábúð, á þann hátt, að þeim væri skift á milli þeirra manna, sem ekki geta náð í og eignast heilar jarðir, heldur að eins smærri jarðabletti, grasbýlalóðir. Mjer er þetta ljósast, því að jeg var sjálfur við, er lög þessi voru samin.

Hvað þá jörð snertir, sem hjer er um að ræða, þá er það ljóst, að hún er einmitt mjög vel fallin til sundurskiftingar í grasbýli. Einnig er það mjög líklegt, eina og háttv. 2. þingm. Eyf. (St. St.) mintist á., að ef húsmæðraskóli yrði stofnaður í Eyjafirði, þá yrði hann settur á þessa jörð fremur en nokkra aðra. Jeg býst við, að erfiðara verði að velja um skólajarðir í Eyjafirði, ef þessari jörð verður ráðstafað til annars. Nýlega var fargað annari jörð þar norður frá, sem heppileg var til þessara hluta, gjarna í Eyjafirði, þó að hún væri, til allrar hamingju, ekki seld einstökum manni í hendur.