28.07.1915
Neðri deild: 18. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1407 í B-deild Alþingistíðinda. (2178)

44. mál, fuglafriðun

Skúli Thoroddsen:

Jeg stend að eins upp til þess, að mæla á móti þessu frumv.

Eins og kunnugt er, þá er árið í ár fyrsta árið, sem rjúpan er friðuð, og þó vill dýrtíðarnefndin, að Alþingi kippi nú þegar að sjer hendinni, og ófriði rjúpuna.

Ástæða nefndarinnar til þessa er sú, að mönnum veitist þá hægra, að afla sjer fæðu. — En til þessa er því að svara, að sem stendur er nú — sem betur fer — ekki sá bjargarskortur, að nauður reki til þess, að gripið sje til þessa — enda hjer og um svo lítið að ræða, að það mundi litlu muna, og síst leiða gott af sjer.

Jeg get því ekki felt mig það, að fara nú þegar að ráða á þessi nýju lög finst það of smásmuglegt, og það því fremur, sem hjer ræðir um fyrsta árið í sögu landsins, sem rjúpan nýtur þess, að eiga. að vera friðuð.

Jeg skal svo ekki orðlengja frekar um þetta, en mun greiða atkvæði gegn frumv., er þar að kemur.