06.08.1915
Neðri deild: 26. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1417 í B-deild Alþingistíðinda. (2191)

44. mál, fuglafriðun

Guðmundur Hannesson:

Jeg get ekki stilt mig um að taka svari ránfuglanna. Í fyrra átti að ófriða erni hjer á þinginu, en það var felt. Jeg kann ekki við, að nú sje farið að ófriða þá, þvert ofan í það, sem samþykt var á síðasta þingi.