06.08.1915
Neðri deild: 26. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1417 í B-deild Alþingistíðinda. (2192)

44. mál, fuglafriðun

Jón Magnússon:

Jeg skal ekki fara mikið út í þetta mál, því að jeg álít ekki vert að lengja umræðurnar, Að eins skal jeg leyfa mjer að kasta því fram, hvort það geti ekki talist efa. samt, að þessar tillögur sjeu formlega rjettar. Mjer skilst, að það geti verið efasamt, ef 3. tillagan verður samþykt; hvort 3. gr. laganna frá 1913 kæmi aftur í gildi. Í rauninni er það þó hvergi sagt, þegar þessi bráðabirgðalög falla úr gildi, að þá skuli aftur taka við lögin frá 1913. Jeg skal ekki segja um þetta með vissu, en það er óvarlegt að breyta lögum .um stundarsakir, án þess að taka fram berum orðum, að eldri lögin komi aftur í gildi. Mjer finst, að þingið ætti að forðast það, að slíkt efamál geti komið fram eftir á.