06.08.1915
Neðri deild: 26. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1418 í B-deild Alþingistíðinda. (2193)

44. mál, fuglafriðun

Sigurður Sigurðsson:

Mjer virðist mönnum ekki koma alveg saman um það, hvort brtt. geti komið til greina formsins vegna. Með það fyrir augum, að auðið sje að laga formið, vil jeg leyfa mjer að mælast til þess, að málið verði tekið út af dagskrá. (Sveinn Björnsson: Það er ástæðulaust). Jeg mæltist til þess af því, að mjer heyrist það á mönnum, að þeir óski þess, en alls ekki af því, að jeg sjái neitt athugavert við formið á breytingartillögunum.

Úr því að jeg stóð upp, vil jeg leyfa mjer að minna háttv. 1. þm. Rvk. (S. B.) á það, þar sem hann var að hrósa sjer og dýrtíðarnefndinni fyrir að hafa komið fram með annað frumv, að það frumvarp var að eins framlenging á eldri lögum, og það litla, sem nefndin bætti við frá sjálfri sjer, var síst til bóta.