06.08.1915
Neðri deild: 26. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1418 í B-deild Alþingistíðinda. (2194)

44. mál, fuglafriðun

Framsm. (Sveinn Björnsson):

Jeg vil að eins taka það fram, að jeg geng ekki inn á, að málið verði tekið út af dagskrá. Það er best að afgreiða það nú þegar. Það er síst ástæða fyrir háttv. 1. þm. Árn. (S. S.), að óska þess, þar sem hana telur brtt. vera í fylsta formi. Hann ætti því ekki að vera hræddur um afdrif þeirra fyrir sitt leyti.