31.07.1915
Neðri deild: 21. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1422 í B-deild Alþingistíðinda. (2204)

54. mál, póstsparisjóðir

Framsögum. (Guðm. Hannesson):

Það má vera, að okkur í nefndinni hafi yfirsjest í þessu að forminu til, og að frumv. hefði átt að koma fram algjörlega í okkar nafni, en framvarp póstmeistara óbreytt að vera prentað sem fylgiskjal. Jeg fyrir mitt leyti er ekki svo vanur þingstörfum, að jeg vilji bera á móti því. En meiningin var að eins þessi, að láta frumvarpið halda sjer óbreytt, eins og það var frá höf. hendi, og gátu þingmenn eins fyrir það sjeð, hverjar athugasemdir og breytingar nefndin vildi við það gjöra. Hitt, hve stutt nefndarálit okkar var, kom til af því, hve fylgiskjalið með frv. sjálfu er ítarlegt.