06.08.1915
Neðri deild: 26. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1431 í B-deild Alþingistíðinda. (2214)

54. mál, póstsparisjóðir

Magnús Kristjánsson:

Jeg verð að lýsa því yfir, að jeg get ekki sjeð annað en að þetta sje frekar þýðingarlítið mál. Jeg skil ekki, hver ástæða getur verið til að stofna þessa nýju sparisjóði, því nú eru til í landinu margir sparisjóðir, og þeim fjölgar æ ár frá ári. Jeg sje því ekki annað en hjer sje verið að stofna til beinnar samkepni við þá Sparisjóði, sem þegar eru til. Það þarf ekki að færa nein sjerleg rök fyrir þessu áliti mínu, því það er vitanlegt, að það er í fáum tilfellum ljettara að ná til pósthúsanna heldur en sparisjóðanna. Ein afleiðing af þessu er sú, að það mundi auka starf pósthúsanna, kosta aukna vinnukrafta og þar með ný útgjöld fyrir landið, en almenningsgagnið á hinn bóginn sáralítið, vegna þess, að út um alt land eru til bankar og sparisjóðir, sem geta fullnægt þörfum manila í þessu efni.

Það er mín skoðun, að þetta sje ekkert nauðsynjamál, og finn jeg því ekki ástæðu til, að greiða atkvæði með því.