09.08.1915
Neðri deild: 28. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1442 í B-deild Alþingistíðinda. (2220)

54. mál, póstsparisjóðir

Matthías Ólafsson:

Jeg vil stuttlega gjöra grein fyrir afstöðu minni til þessa máls. Jeg hafði hugsað mjer að greiða atkvæði í þessu máli alt eftir því, hvernig færi með sparisjóðslögin. Ef jeg væri búinn að sjá, að sparisjóðirnir yrðu ekki tryggari en þeir eru, eins og þeir fóru hjer úr deildinni, myndi jeg greiða atkv. með þessu frumv., því að jeg vil, að til sje í landinu sjóðir, sem menn geta borið fult traust til. En ef frekari trygging fæst fyrir sparisjóðunum, vildi jeg greiða atkvæði á móti þessu frumv., af því, að það myndi spilla fyrir starfsemi sparisjóðanna, þannig, að það fje, sem nú er notað til margra nytsamra fyrirtækja úti um land, myndi að miklu leyti renna til póstsparisjóða. Jeg staðhæfi, að stjórnarfrumv. miðar til þess, að tryggja sparisjóðina og gjöra þá eins óhulta eins og þessa. Að svo komnu tek jeg enga afstöðu í þessu máli.