27.08.1915
Neðri deild: 44. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1559 í B-deild Alþingistíðinda. (2298)

90. mál, forðagæsla

Framsögum. (Guðm. Hannesson):

Frumvarp þetta er komið frá Ed. Við umræður í nefnd, sem fjallaði um málið, sýndist mönnum það koma ótvírætt í ljós, að í sumum kaupstöðum væru birgðir fyrir skepnur af skornum skamti, því að kaupstaðarbúar byggjust við, að fá hey í nærsveitunum, ef á þyrfti að halda. Þetta gæti orðið hættulegt fyrir sveitirnar, og leggur nefndin því til, að frumvarpið, ef það verður samþykt, nái einnig til kaupstaða. Á þessum grundvelli er nefndin með því, að frumvarpið verði samþykt.

Frá nefndarinnar hálfu hefi jeg ekki, að svo stöddu, að skýra frá fleiru.