27.08.1915
Neðri deild: 44. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1561 í B-deild Alþingistíðinda. (2301)

90. mál, forðagæsla

Jón Magnússon:

Jeg ætla ekki að fara mörgum orðum um þetta mál, en mjer skilst ekki, að það sje veruleg nauðsyn, að láta þessi lög ná til kaupstaða. Jeg veit ekki, hvers vegna slík lög ættu t. d. að ná til Reykjavíkur.

Jeg veit ekki hvernig þetta er annarstaðar, en hjer í Reykjavík er það svo, að heyið er að flytjast hingað fram eftir öllum vetri, ekki einungis það hey, sem keypt er jafnóðum, heldur og það hey, sem Reykvíkingar hafa aflað sjálfir í sveit sumarið áður. Svo eru stöðugir aðflutningar til kaupstaðanna — nema má ske Akureyrar, ef ís hamlar — frá útlöndum, og þaðan má alt af fá fóður. Til Seyðisfjarðar held jeg að ekki teppist aðflutningar, eða þá örsjaldan. Að minsta kosti var það aldrei neitt að ráði, er jeg var fyrir austan, og voru þó þá ísár.

Jeg hefi ekki sjeð neina ástæðu fyrir því, að þetta geti orðið að liði. Í Reykjavík getur þetta ekki átt við í nokkurn handamáta. En ef menn viðurkenna það, þá verður að taka hana undan.