02.08.1915
Efri deild: 21. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (235)

60. mál, vélgæsla á gufuskipum

Framsm. (Karl Finnbogason):

Jeg hefi borið fram eina smávægilega breytingartillögu við frumvarpið á þgskj. 182. hún að leiðrjetta prentvillu, er hefir slæðst inn í það, og vænti jeg því, að henni verði vel tekið. Auk þess vil jeg vekja athygli á því, að orðið hefir prentvilla í 9. grein „yfirvjelstórum“ fyrir „yfirvjelstjórum“, og í 16. grein, 4. málsgrein „stjórnarráðir“ fyrir „stjórnarráðið“, og vænti jeg, að sjeð verði um, að þær verði leiðrjettar.