31.08.1915
Neðri deild: 47. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1649 í B-deild Alþingistíðinda. (2367)

129. mál, útflutningsgjald

Pjetur Jónsson:

Mjer hefir skilist það á sumum ræðumönnum, að þeir teldu vafa á því, að rjett væri að setja þessi mál í nefnd. Jeg hefi fyrir mitt leyti álitið, að það væri sjálfsagður hlutur, að þau frumv., sem kæmu frá Velferðarnefndinni yrðu tekin til yfirvegunar af annari nefnd. Jeg bjóst við, að það gæti engum dottið annað í hug en að láta þau ganga til nefndar, þó tíminn sje orðinn stuttur. Það væri ekkert eðlilegra, en Velferðarnefndin segði af sjer störfum, ef það verður ekki gjört.