04.08.1915
Neðri deild: 24. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1754 í B-deild Alþingistíðinda. (2438)

32. mál, sala þjóðjarða og kirkjujarða

Framsögum. minni hl. (Guðm. Hannesson):

Það er alveg keiprjett, að ekki á að borga fyrir óþörf hús, nema alveg sjerstaklega standi á. En hvaða hús eru óþörf? Þau hús, sem eru stærri, dýrari og erfiðari, en þarf á jörðinni. Þörfu húsin fást borguð fullu verði, þegar fram í sækir, en það er að eins erfitt í bili, að fá fult verð fyrir þau, þótt ekki sjeu þau íburðarmikil, sökum þess, að menn eru hjer dýrum húsum óvanir. Það hverfur þegar tímar líða. Hjá hinu verður ekki komist, að menn freistast oft til að byggja dýrar en svo, að fult verð fáist fyrir hjá þeim, sem næstur kemur, og vill slíkt fje tapast hvort sem jörðin er sjálfseign eða eða ekki.