28.07.1915
Efri deild: 17. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (245)

47. mál, atvinna við siglingar

Steingrímur Jónsson :

Það er að eins ein af brtt. nefndarinnar, sem mjer finst athugaverð. Er það tillaga um, að nægilegt sje að skipstjórar á smáskipum hafi læknisvottorð um, að „sjón þeirra sje ekki sjerstaklega áfátt“. Getur það ekki verið nokkur áhætta að slaka svo til á kröfunum? Jeg hefi ekki þekkingu til þess að dæma um þetta sjálfur, en jeg vil leyfa mjer að benda á, að fiskiþingið, sem þó hafði töluvert við stjórnarfrumv. að athuga, fann ekkert að þessu atriði frumv. Jeg er því hræddur um, að þessi brtt. fari of langt.