19.07.1915
Neðri deild: 10. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1766 í B-deild Alþingistíðinda. (2450)

13. mál, harðindatrygging búfjár

Flutningsm. (Bjarni Jónsson):

Jeg get tekið frá mönnum þessar áhyggjur út af því, að sama nefndin fjalli um bæði þessi frumv. Frumv. eru sem sje gjörólík. Annað frumv. fer fram á það, að afnema forðagæslulögin, og getur nefndin, sem kosin var til þess, að athuga það, gjört tillögur um, hvort það sje heppilegt eða ekki. Komist hún að þeirri niðurstöðu, að rjett sje að fella lögin burtu, þá getur landbúnaðarnefndin, sem á að hafa þetta frumv., sem er sjerstakur lagabálkur, til meðferðar, komið með þetta frumvarp breytt eða óbreytt í staðinn.