28.07.1915
Efri deild: 17. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (247)

47. mál, atvinna við siglingar

Framsögumaður (Karl Einarsson):

Nefndin hefir vandlega athugað þetta atriði og hefir komist að þeirri niðurstöðu, að brtt. væri til bóta. Það vakti aðallega fyrir henni, að óþarft væri að gjöra mönnum það ómak, að skylda þá til að leita til augnlæknig um það efni, sem hver hjeraðslæknir er fullfær til að dæma um. Jeg held að ástæðulaust sje, að bera neinn kvíðboga fyrir því, að brtt. sje of væg í kröfum, því að hjer er að eins um smáskip að ræða; sem sjaldan fara út fyrir fiskimið. (Guðmundur Björnson: Hvað er meint með því, að sjón manna sje „ekki sjerstaklega áfátt“?) Að þeir sjeu, ekki litblindir, að þeir geti greint sundur grænt og rautt t. d., eða hafi ekki aðra. slíka sjóngalla, sem gjöri þá óhæfa til allrar skipstjórnar.