10.08.1915
Neðri deild: 29. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1801 í B-deild Alþingistíðinda. (2499)

35. mál, verkamannamálið

Skúli Thoroddsen:

Jeg get vel verið landbúnaðarnefndinni þakklátur, fyrir meðferð hennar á tillögu minni, þar sem hún hefir yfirleitt tekið henni vel í flestum greinum, og get jeg vel felt mig við breytingar hennar að sumu leyti, þótt eigi þyki mjer þær þó í öllu til bóta.

Á næsta þingi mun verða nægur tími, til þess að athuga tillöguna betur, t. d. hvort setja þurfi milliþinganefnd, eða hvort stjórninni hefir þá tekist lagasmíðið svo vel, að ekki þurfi frekar að að gjöra. Jeg mæli þess vegna sem best með tillögu landbúnaðarnefndarinnar, og leggi það til, að hún verði samþykt.