09.08.1915
Neðri deild: 28. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1820 í B-deild Alþingistíðinda. (2526)

94. mál, vegalög

Þorleifur Jónsson:

Þar sem þetta er merkismál, þá hefir mjer dottið í hug, hvort ekki væri rjett, að það yrði athugað í nefnd, einkum með tilliti til þess, sem háttv. 1. þm. Rvk. (S. B.) sagði áðan og þar sem hjer er nú til vegalaganefnd, þá mætti vísa því til hennar. Ef háttv. flutningsm. (S. S.) er ekki í henni, þá getur hún bætt honum við sig. Það er því tillaga mín, að málinu verði vísað til vegalaganefndar, og að hún bæti við sig tveim mönnum, ef þurfa þykir.