06.08.1915
Neðri deild: 26. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1907 í B-deild Alþingistíðinda. (2614)

76. mál, forðagæslumálið

Frsm. (Guðmundur Hannesson):

Landbúnaðarnefndin hefir komið sjer saman um, að taka tillögu þessa aftur, vegna þess, að hún er að mestu samhljóða till. þeirri frá forðagæslunefndinni, er nú var samþykt.

Það, sem skilur, er örlítið, en jeg skal þó geta þess, að í tillögu landbúnaðarnefndar var tekið fram, að stjórnin skyldi ekki grenslast eftir þessu, fyrr en á næsta vori. Má þá sjá, hversu forðagæslulögin reynast þennan veturinn. Annað var það, að sumum í landbúnaðarnefndinni fanst sem þgskj. 108 væri stílað þannig, að það ýtti dálítið undir þá, sem væru á móti forðagæslulögunum. Nefndin vildi að þessu leyti vera hlutlaus.

Tillagan

tekin aftur.