20.07.1915
Neðri deild: 11. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2134 í B-deild Alþingistíðinda. (2668)

14. mál, stjórnarskráin

Bjarni Jónsson:

Mjer hefir verið sagt, mjer til mikillar undrunar, að hæstv. ráðherra hafi fundið ástæðu til að ávita mig fyrir að tala ósæmilega í garð konungs. Það skal þar í móti koma frá minni hálfu, að annaðhvort hefir hann ekki heyrt rjett, hvað jeg sagði, eða hann hefir misskilið orð mín, því að jeg hefi ekki talað neitt það, sem ósæmilegt væri eða vítavert. Jeg kann ekki við, að hann eða aðrir leyfi sjer að standa hjer upp og vita orð mín, því að jeg hefi hvorki nú nje endranær gefið ástæðu til þess. Gæti þeir sinnar tungu, en ekki minnar.