26.07.1915
Neðri deild: 16. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2162 í B-deild Alþingistíðinda. (2693)

21. mál, landhelgisvarnirnar

Skúli Thoroddsen:

Háttv. þm. Dal. (B. J.) gleymir því, að Danir hafa þenna rjett fyrir sig og Færeyinga, eftir núgildandi íslenskri löggjöf, og meðan lögunum er ekki breytt, og rjetturinn tekinn af þeim, þá eru þeir ekki of góðir til þess að borga fyrir hann, þ. e. leysa landhelgisvarnirnar hjer við land viðunandi af hendi.