22.07.1915
Efri deild: 13. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í B-deild Alþingistíðinda. (270)

25. mál, rafmagnsveitur

Framsm. (Guðm. Björnson):

Nú er að eins að ræða um lítinn viðauka við 5. gr. frumvarpsins, sem að vísu hafði komið til tals áður, en fórst fyrir, en nú hefir nefndin athugað hann. Viðaukinn gengur í þá átt, að þar sem sveitastjórnir hafi komið rafmagnsveitum á stofn, þá megi ekki einstakir menn stofna smærri rafmagnsveitur, nema með leyfi, að öðru leyti gildi þar takmarkanir, sem teknar eru fram í fyrri lið 5 greinar.

Vona jeg að háttv. deild samþykki við auka þenna.