11.08.1915
Neðri deild: 30. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2180 í B-deild Alþingistíðinda. (2709)

97. mál, slysfaramál

Stefán Stefánsson:

Jeg vil ekki fara að yrðast við háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ó.) út af þessu máli, en jeg get þó ekki leitt hjá mjer að taka það fram, að það er ekki rjett, þegar hann segir, að jeg hafi ekki minst á það í nefndinni, að jeg væri mótfallinn milliþinganefnd. Um það get jeg vitnað til formanns nefndarinnar. En það vil jeg ekkert fullyrða um, hvort hann hafi heyrt það, eða veitt því eftirtekt.

Annars er það dálítið undarlegt, hvað hann leggur nú mikið kapp á þetta mál, þegar þess er gætt, að á þinginu 1913 var hann fremur mótfallinn milliþinganefnd í slysfaramálum.