07.08.1915
Neðri deild: 27. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2253 í B-deild Alþingistíðinda. (2758)

22. mál, loftskeytastöð í Reykjavík

Fyrirspyrjandi (Sveinn Björnsson):

Jeg skal leyfa mjer að benda á, að þó að ýmsar þær ástæður lægju fyrir í desember, að vegna ófriðarins væri ókleift, að eiga við þetta, sakir dýrleika, þá liggja þær alls ekki fyrir nú (sbr. það, sem hæstv. ráðherra sagði). Það er vitaskuld, að verðið á efninu hefir hækkað um 10%, en það eru þó ekki nema 3000 kr., sem það munar. Og hæstv. ráðherra kvað heldur ekkert til fyrirstöðu, að koma loftskeytatækjum frá Bretlandi og hingað til Íslands, svo að þegar öllu er á botninn hvolft, þá virðast örðugleikarnir ekki vera svo miklir nú.