07.08.1915
Neðri deild: 27. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2257 í B-deild Alþingistíðinda. (2764)

22. mál, loftskeytastöð í Reykjavík

Fyrirspyrjandi (Sveinn Björnsson):

Jeg vildi einungis geta þess, að jeg gjöri ráð fyrir því, að stjórnin haldi þessu máli vakandi sem best, og stöðinni verði komið á svo fljótt, sem unt er. Jeg vildi og gjöra þá fyrirspurn til hæstv. ráðh., ef hann vildi svara henni, hvort þingið gæti nokkuð það gjört í þessu efni, að hann fyrir það treysti sjer fremur til framkvæmda með það, að láta byggja nú bráðlega loftskeytastöð, sem síðan mætti auka og stækka eftir þörfum og ástæðum.