10.09.1915
Neðri deild: 56. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2272 í B-deild Alþingistíðinda. (2778)

143. mál, útibú frá Landsbankanum á Austurlandi

Ráðherra:

Mig skiftir þessi dagskrá ekki miklu máli, en jeg sje ekki betur en að samkvæmt 31. grein þingskapanna geti hún ekki komið til atkvæða svona löguð. Þegar fyrirspurn til ráðherra er rædd, má eigi gjöra neina ályktun. Jeg veit að þetta hefir verið gjört, t. d. 1913, en jeg tel það ekki vera samkvæmt þingsköpunum, og vil þá benda háttv. forseta á það.