13.08.1915
Efri deild: 31. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 289 í B-deild Alþingistíðinda. (307)

29. mál, Akureyrarhöfn

Framsm. (Kristinn Dan.):

Nefndin hefir ekki fundið neitt að athuga við frumvarp þetta, sem henni þætti svo mikils vert, að tæki því að breyta því. Það er sniðið eftir sams konar lögum fyrir aðra kaupstaði, sjerstaklega Reykjavík. Jeg vil því með skírskotun til nefndarálitsins, leyfa mjer að ráða háttv. deild til að samþykkja það.