17.08.1915
Efri deild: 35. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 307 í B-deild Alþingistíðinda. (333)

12. mál, landhelgissjóður Íslands

Framsögum. (Sig. Stefánsson):

Jeg mun litlu svara þessari löngu ræðu háttv. 2. kgk. (Stgr. J.). Jeg vil að eins leyfa mjer að benda á, hvernig háttv. fjárlaganefnd Nd., sem þekkir eins vel fjárlögin og háttv. 2. kgk., lítur á málið. Hún, sem annars virðist vera mjög gætin í öllu, leggur til, að frumvarpið nái fram að ganga. Enda er jeg ekkert hræddur um, að landið fari á höfuðið sökum þessa litla frumvarps.

Það er satt hjá hv. þingmanninum, að talsvert fje hefir nú verið lagt í ýmsa sjóði í vissu augnamiði. Og þótt það geti ekki talist öldungis hættulaust, þá vil jeg þó ekki fyrirdæma það skilyrðislaust. Það er hygginna bænda háttur, að leggja fje til hliðar, til ýmissa fyrirtækja, sem síðar á að framkvæma. Og víst er um það, að þess hægra eiga menn með framkvæmdir á ókomnum tíma, því betur sem þeim tókst að búa sig undir þær. Jeg veit um margan góðan bóndann, sem fylgir þessari aðferð í búskap sínum, þótt ekki sje um mjög stór fyrirtæki að ræða, fer t.d. að víða að til nýrrar baðstofubyggingar alllöngu áður en byrjað er á verkinu, til þess að það veiti honum ljettar, er til framkvæmdanna kemur.

Jeg get ekki sjeð, að það sje nein óhagsýni að leggja nokkurt landsfje í sjóði, sem stofnaðir eru til framkvæmda bráðnauðsynlegum fyrirtækjum, sem í bráðina verður að fresta sökum þröngs fjárhags. Enda eru dæmin deginum ljósari, að menn hafa ekki alt af verið hræddir við það. Jeg man ekki betur, en að það þætti vel ráðið, er Ræktunarsjóðurinn var settur á laggirnar og 132 þús. lagðar til hans í einu, enda átti það tje að ganga til landbúnaðarins. En til hvers á að verja því fje, sem hjer ræðir um? Til þess, að landið verði sem fyrst fært um það, að taka að sjer það sjálfsagða skylduverk, að verja hin íslensku fiskimið. Með öðrum orðum: þetta fje á að vera beint framlag til eflingar sjávarútveginum. En ef við. tökum ekki ráð í tíma og undirbúum þetta mál ekki með sem mestri framsýni og fyrirhyggju, þá er jeg ekki viss um, nema. að það kunni að dragast því lengur úr hömlu, að við tökum að okkur landhelgisgæsluna. Jeg er ekki viss um að áhuginn verði svo brennandi, eða slík fjárgnótt í landssjóði í náinni framtíð, að menn sjái sjer fært að snara fram í einu þeirri fúlgu, sem þarf til þess að við getum. hafist handa í þessu mikilsverða máli. Það er hverju orði sannara, að menn eiga að gæta allrar varúðar við slík framlög úr landssjóði, sem hjer ræðir um, en menn. eiga líka að fara varlega í það að mála þann vonda á vegginn, þegar reynt er að. hrinda áleiðis mestu vanda- og velferðarmálum þjóðarinnar. Menn verða að minnast þess, að hjer á hlut að máli sá atvinnuvegur þjóðarinnar, sem langmest leggur af mörkum til alþjóðar þarfa. Það eru engar ýkjur, að þessar 20 þús. kr. eru ekki nema lítil partur af því fje, sem oftsinnis hefir verið lagt til að eins einnar flutningabrautar, og hygg jeg óþarft að fjölyrða um, hvort þessara tveggja fjárframlaga muni reynast landssjóði arðvænlegra. Það er skylda vor, að styðja og styrkja þann atvinnuveg, sem fleytir fje í svo stórum straumum inn í landssjóð, að framlög landbúnaðarins eru ekki nema smá sprænur í samanburði við þær stórár. Hinn háttv. 2. kgk. (Stgt. J.) sagði, að Alþingi ætti að fara að eins og góður búmaður og haga útgjöldum eftir árferði. Þetta er alveg rjett; hefðum við byrjað fyrir 10–12 árum að leggja botnvörpusektirnar í sjóð, þá hefðum við hagað oss. sem góðir búmenn og værum bráðlega. orðnir færir um að taka að oss landhelgisvarnirnar, án verulegra útgjalda fyrir landssjóð, að því er stofnkostnaðinn snertir. Og ætli að okkur þætti ekki gott, að eiganú sumt af því fje í sjóði, sem eytt hefir verið í hitt og þetta, og horfið niður í sandinn, án þess nokkur verulegur arður hafi af því orðið. Það fje, sem lagt er í þennan sjóð, á ekki að vera eyðslufje, heldur eins konar trygging fyrir því, að vjer getum sem fyrst orðið færir til að taka að oss landhelgisvarnirnar fyrir sjávarútveginn. Sú staðhæfing hins hv. 2. kgk. þm. (Stgr. J.), að sjóður þessi væri stofnaður í óákveðnu augnamiði, er því alveg út í loftið. Og ekki skil jeg að það yrði margra meina bót, þótt Alþingi neitaði um þessa fjárveitingu; það mundi eftir sem áður neyðast til að skjóta skollaeyrum við ótal mörgum kröfum og fjárbeiðnum, sem því hafa borist. — Samt sem áður hefði mjer ekki komið til hugar að fara fram á þetta framlag til sjóðsins, ef ekki stæði alveg sjerstaklega á. En Norðurálfuófriðurinn kemur til greina hjer sem annarsstaðar, og af hans völdum er það, að tekjur sjóðsins af sektum eru nú alveg að hverfa. .

Jeg vil því fyrir hönd nefndarinnar mótmæla brtt. hv. 2. kgk. þm. (Stgr. J.). Ef hún yrði samþykt hjer, mundi hún að sjálf sögðu verða þess valdandi, að málið komist á flæking milli deilda, en það væri að minni hyggju illa farið. Jeg skil ekki, að sú fjárhæð, sem hjer ræðir um, þurfi að vaxa neinum í augum; við erum þó ekki svo illa staddir, að neinn háski geti stafað af því, þótt hún verði veitt. Jeg er hjartanlega samdóma hv. 2. kgk. (Stgr. J.) um, að það sje skylda okkar að gæta ítrustu sparsemi og forsjálni á þessum háskalegu tímum. En sparsemin á ekki. að koma niður þar sem síst skyldi; það er t. d. mín skoðun um alla þá sjóði, sem hv. þm. (Stgr. J.) taldi upp, að þeir hafi ekki verið settir ófyrirsynju á laggirnar. Vöxtunum af þeim hefir ýmist verið varið til mentunar landsmanna, eða til þess að styrkja ellihrum gamalmenni eða til annara stórþarfa fyrirtækja. Og að minni hyggju er það þjóðarnauðsyn og þjóðarsæmd, að landhelgissjóðurinn geti sem fyrst tekið til starfa,

og vona jeg því að brtt. hv. 2. kgk. (Stgr. J.) verði feld.