23.08.1915
Efri deild: 40. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 320 í B-deild Alþingistíðinda. (351)

63. mál, Dalavegur

Framsm. (Sig. Stefánsson):

Það má

að mestu leyti sama segja um þetta frv. og það, er til umr. var næst á undan, Hafnarfj.veg. Nefndin leyfir sjer að leggja það til, að það verði samþykt óbreytt. Það, sem hjer er um að ræða, er dálítil stefnubreyting á þjóðveginum, og hefir það mál verið á dagskrá um tíma þar í sveit og ýmsum mönnum áhugamál. Viðhaldið á þessum væntanlega vegarkafla verður líklega ódýrara, því vegurinn styttist talsvert, þar sem hann á að liggja beinna en eldri vegurinn. Það mun vera víðar svo á landinu, að nauðsyn ber til að breyta stefnu veganna og gera þá beinni og ódýrari. Má þar til nefna vegi í Húnavatnssýslu milli Blönduóss og Sauðárkróks. Það hefir komið tals¬vert sterk hreyfing fyrir því í Skagafirði, að breyta veginum, sem nú liggur eftir endilöngum Langadal, og leggja hann í þess stað yfir Kolugafjall. Jeg hygg að svo muni víðar vera, að nauðsyn sje á að breyta til á líkan hátt, og álít jeg rjett vera, að þingið sýni það með atkvæða¬greiðslunni, að það líti svo á, sem sú stefna eigi við nokkur rök að styðjast. Það er ekkert vit í því, að leggja of fjár til vega, þegar stefna þeirra er mjög óhaghvæm. Þess. hefir verið farið á leit við stjórning, að mælingar yrðu gerðar á Kolugafjalli, en ekki hefir því verið sint enn. En jeg verð að endurtaka það, að brýn nauðsyn er á að þetta sje alt sem vand¬legast athugað.