27.08.1915
Efri deild: 44. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 340 í B-deild Alþingistíðinda. (407)

68. mál, útflutningur hrossa

Kristinn Daníelsson:

Jeg held, að það sje erfitt að. ganga svo frá þessum lögum, að hægt sje að tryggja hrossunum gott veður á útleiðinni. Til þess yrði að takmarka svo útflutningstímann, að það mundi þykja gengið helsti nærri atvinnufrelsi manna. Jeg held að það hefði þurft að athuga 2. gr. laganna ekki síður en 1. gr., þar sem ræðir um skipakostinn; og mest er undir því komið, að góður útbúnaður sje í skipunum, svo að vel fari um hrossin í þeim á leiðinni út. Jeg held, að það sje of langt gengið, að banna að flytja hrossin út til 1. júní, og vil leyfa mjer að benda háttv. deild á, að tillaga í þá átt var feld í neðri deild. Undir hinu er mest komið, að skipakostur sje góður,. og að eftirlit sje gott með því að ákvæðum 2. gr. laganna sje fylgt. Þar sem þetta er þriðja umræða málsins, og því of seint að koma með breytingartillögu; úr þessu, vil jeg leyfa mjer að stinga upp á því, að málið sje nú tekið út af dag- skrá, í því skyni að breyta 2. gr. laganna.