25.08.1915
Efri deild: 42. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 344 í B-deild Alþingistíðinda. (418)

41. mál, löggiltir vigtarmenn

Eiríkur Briem:

Svo sem jeg mintist á við 2. umr., var jeg óánægður með það ákvæði í frv., eins og það kom frá Nd., að gjaldið til vigtarmannanna skuli fastákveðið 75 aurar, og ekki mega fara fram úr því. En það getur vel staðið svo á, að þess sje þörf á einstöku stöðum, og er þá eðlilegast að lögreglustjóri ákveði kaupið.