07.09.1915
Efri deild: 54. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 126 í B-deild Alþingistíðinda. (43)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Karl Einarsson:

Jeg ætlaði að eins að mæla nokkrum orðum með brtt. á þgskj. 811, sem jeg vona að háttv. þingdeildarmenn taki til alvarlegrar íhugunar. Maður þessi, sem hjer ræðir um, er Íslendingum að góðu kunnur, og hefir sýnt landi voru og tungu sjerlega mikla velvild að fornu og nýju. Hann er allra erlendra manna kunnugastur Íslandi og hefir sjerstaklega lagt stund á að kynna sjer verslunarviðskifti vor, og hefir gefið út bók um verslunarviðskifti Íslands og Svíþjóðar. Enn fremur er það alkunnugt, að hann hefir um mörg ár veitt íslenskum kaupmönnum upplýsingar um sænsk verzlunarsambönd og viðskifti. Fleira ætla jeg ekki um þetta að segja, en vona að deildin taki tillögunni vel og samþykki hana.